Innlent

Telja að efla þurfi sveitarstjórnarstigið

MYND/Páll Bergmann

Meirihluti sveitarstjórnarmanna telur að efla þurfi sveitarstjórnarstigið á Íslandi samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann að beiðni félagsmálaráðuneytisins. Könnunin var gerði í vor og náði til allra alþingismanna, sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga í landinu.

Í henni kemur einnig fram að að góður meirihluti telur að sveitarfélögin séu ekki nægilega öflug til að standa undir núverandi lögbundnum verkefnum og að æskilegt sé að hækka lágmarksíbúatölu sveitarfélaga í um og yfir þúsund manns. Þá vilja um þrír af hverjum fjórum að sveitarfélögin taki við fleiri verkefnum frá ríkisvaldinu og eru þar málefni aldraðra og fatlaðra sagðir mikilvægustu málaflokkarnir. Á sama tíma telur mikill meirihluti stjórnmálamanna að tillögur um sameiningu sveitarfélaga skuli leggja í dóm kjósenda með atkvæðagreiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×