Innlent

Einhver dapurlegasti dagur langrar starfsævi

Ómar undirbýr Örkina undir siglingu á Hálslóni.
Ómar undirbýr Örkina undir siglingu á Hálslóni. MYND/GVA
„Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi vegna þess að hér er verið að hefja mestu mögulegu óafturkræfu umhverfissspjöll sem hægt er að fremja á Íslandi og það á kostnað milljóna ófæddra Íslendinga," sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður í samtali við NFS, en hann er nú staddur við Kárahnjúka þar sem hann hyggst fara á báti niður gljúfrin sem fara nú undir Háslón.

Aðspurður hvort slagurinn væri ekki tapaður sagði Ómar að honum væri ekki lokið, betra væri að falla með sæmd en lifa með skömm og menn væru 100 prósent öruggir um að tapa öllu ef þeir gæfust upp. „ EF við berjumst áfram eigum við vonina og vonin hún kviknaði sem skær ljós í flæði fólksins niður Laugaveginn nú fyrir tveimur dögum," sagði Ómar og vísaði þar til Jökulsárgöngunnar þar sem á annan tug þúsunda gekk með honum og krafðist þess að hætt yrði við fyllingu Hálslóns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×