Mikil umferð hefur verið í höfuðborginni en slökkt var á öllum götuljósum klukkan 22:00. Skýjað er yfir borginni og því sést lítið til stjarna. Lögreglan í Reykjavík segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi skotið upp flugeldum sem sé stranglega bannað. Einnig hefur verið mikið um hópasöfnun unglinga víða í borginni í kvöld.