Innlent

Formlegar sprengingar við Héðinsfjarðargöng hefjast í dag

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tendrar fyrstu formlegu sprengingu við Héðinsfjarðargöng klukkan fjórtán í dag. Sprengingin verður framkvæmd við gangamunna Siglufjarðarmegin í Skútudal.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að göngin séu stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir sjö milljarðar.

Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Göngunum er ætlað að auka umferðaröryggi og styrkja byggð við Eyjafjarðarsvæðið.

Þótt sprengingar hefjist formlega í dag eru verktakar þegar byrjaðir að sprengja og er þegar búið að bora 40-60 metra eins og við greindum frá í fyrradag. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í árslok 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×