Innlent

Iceland Naturally hleypt af stokkunum í Þýskalandi

Verkefnið Iceland Naturally, þar sem náttúra Íslands og matvæli eru kynnt á erlendum mörkuðum, hófst formlega í Þýskalandi á fimmtudag. Samgönguráðherra flutti ávarp við opnun jarðvísindasýningar í Frankfurt en þar er Ísland kynnt í sérstakri deild.

Meginefni sýningarinnar er ýmsar hættur sem steðja að mannkyni til dæmis vegna jarðskjálfta, flóða, eldgosa og fellibylja og hvernig rannsóknir beinast nú að því að geta spáð fyrir um slíkar náttúruhamfarir.

Fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu að sýningin fari til fleiri borga í Þýskalandi. Samgönguyfirvöld hafa síðustu fimm árin lagt fjármagn í kynningarstarf í Ameríku undir heitinu Iceland Naturally en sams konar verkefni hefur verið í undirbúningi í Evrópu að undanförnu. Um miðjan október verður því hleypt af stað í London og í París í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×