Innlent

Vill að kannað verði hvort jafnræðisregla hafi verið brotin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur skrifað menntamálaráðherra og óskað eftir svari við því hvort Þjóðskjalasafnið hafi brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga þegar það veitti fræðimönnunum Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness en synjaði Hannesi um slíkan aðgang árið 2003.

Hannes skrifar bréf sitt í framhaldi af máli Kjartans Ólafssonar sagnfræðings og fyrrum framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins sem hefur kært Þjóðskjalasafnið til ráðherrans fyrir að neita sér um aðgang að skjölum um símhleranir en veita Guðna Th. Jóhannessyni sama aðgang.

Handahafar höfundarréttar Halldórs Kiljans Laxness lokuðu bréfasafni hans í þrjú ár fyrir öðrum en tveimur fræðimönnum Halldóri Guðmundssyni og Helgu Kress, auk ritara og fjölskyldu Laxness. Þetta var gert með bréfi þann 18. september 2003. Hannes hefur nú sent Þjóðarbókhlöðunni bréf þar sem spurt er hvort bréfasafn Laxness sé nú öllum opið þar sem árin þrjú séu nú liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×