Ráðherra gagnrýnir Draumalandið 5. október 2006 22:46 Jón Sigurðssson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ræðustól á Alþingi. MYND/Hörður Sveinsson Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira