Bardagi að bresta á 6. október 2006 20:51 Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira