Fótbolti

Bremen valtaði yfir Bochum

Leikmenn Bremen fagna hér frábærum sigri sínum á Bochum í dag
Leikmenn Bremen fagna hér frábærum sigri sínum á Bochum í dag NordicPhotos/GettyImages

Werder Bremen skellti sér á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að valta yfir Bochum á útivelli 6-0. Frábært lið Bremen skoraði fimm mörk á síðasta hálftíma leiksins, en á meðan vann Bayern góðan sigur á Hertha Berlín 4-2.

Aaron Hunt, Christian Schulz, Jurica Vranjes, Diego, Clemens Fritz og Naldo skoruðu mörk Bremen gegn Bochum. Lukas Podolski skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Bayern Munchen í sigrinum á Hertha í dag og þeir Roy Makaay, Claudio Pizarro og Willy Sagnol eitt hver.

Werder er á toppi deildarinnar með 13 stig og betri markatölu en Bayern og Schalke sem hafa sama stigafjölda. Nurnberg getur komist up að hlið þessara liða með sigri á Bielefeld á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×