Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða 17. október 2006 19:43 Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Sjá meira
Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína. Á sama tíma og sjávarútvegsráðherra boðaði hvalveiðar í atvinnuskynu í Þingsal og Hvalur níu dólaði Hvalur úti fyrir Reykjavíkurhöfn barst ríkisstjórninni beiðni frá breska sendiráðinu sem varaði við því að þau skref sem stigin voru í dag yrðu tekin. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að bresk stjórnvöld sjái ekki neina ástæðu fyrir því að Íslendingar hefji aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Sendiherrann bendir á að markaðir fyrir hvalkjöt séu takmarkaðir. Fá vísindaleg rök styðji þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna og að auki hafi störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Hann segir að Bretar frá ýmsu landshornum hafi komið til Lundúna í mars þegar hvalur flæktist upp Thames-á. Ekki var hægt að bjarga honum. Þetta sýni að Bretar hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli. Sendiherrann leggur þó áherslu á að ekki sé um að ræða andúð í garð Íslendinga - þvert á móti. En þrátt fyrir það séu margir sem hafi ákveðnar skoðanir í þessu máli og vilja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, margir vilji auk þess engar hvalveiðar. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins, þar af 70.000 breskir, til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi og svo er að heyra að breska þjóðin muni láta stjórnast af því hvort Íslendingar veiða hvali eða ekki. Hann segist eiga von á því að fleiri þjóðir sem séu sama sinnis láti skoðanir sínar í ljós. Sendiherrann segir að á næstu dögum og vikum verði viðbrögð alþjóðasamfélagsins ljós, og kemur þá í ljós hvort þau verða jafn kurteisislegum nótum og tilkynningin frá sendiráðinu breska í dag. Stemmningin niðri á Reykjavíkurhöfn var öllu léttari og menn höfðu litlar áhyggjur af varnaðarorðum sendiherrans. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, sagðist vilja sjá þær skoðanakannanir sem sýndu þann vilja alþjóðasamfélagsins sem sífellt væri vísað til í þessu máli. Hann hefði enn ekki séð þær. Hann sagði ekki rétt að hann einn hefði hag af þessum veiðum eins og margir vildu halda faram. Margir störfuðu við þessar veiðar og auk þess hefði verið veittur kvóti á hrefnum og margir veiddu hana. Það gekk ekki betur en svo þegar Hval níu var ýtt úr vör í dag en að krani fór, sjór flæddi yfri rafmagnstöflu og skipta þurfti um nokkra rofa. Hann var því dregin til í dag. Kristján sagði skipin hafa verið ónotuð lengi og því við ýsmu að búast en gott að þetta hafi komið fram nærri landi en ekki lengra úti á sjó. Hann sagði óvíst að honum tækist að veiða allan kvótann í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Sjá meira