Innlent

Dómsmálaráðherra gefur ekki færi á viðtali í kvöld

Björn Bjarnason ræðir við stuðningsmenn sína í kvöld
Björn Bjarnason ræðir við stuðningsmenn sína í kvöld MYND/Vilhelm Gunnarsson

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var á kosningaskrifstofu sinni þegar fréttastofa náði tali af honum klukkan 20 í kvöld og bað um viðtal þegar síðustu tölur yrðu birtar. Hann sagðist ekki ætla að veita fleiri viðtöl í kvöld og vildi ekki að fjölmiðlar kæmu og mynduðu á kosningaskrifstofu hans. Hann gaf ekkert uppi um hvenær hann myndi gefa færi á viðtali á morgun.

Samkvæmt tölum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem birtar voru klukkan 20, er Björn 4.060 atkvæði í 1.-3. sæti. Samkvæmt þessu er Guðlaugur Þór Þórðarson í 2. sæti en Björn í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×