Innlent

Tölur kl. 22:30 - Pétur í 6. sætið í stað Ástu

Þegar búið er að telja 8.464 atkvæði er Pétur Blöndal kominn upp fyrir Ástu Möller og Guðlaugur Þór Þórðarson virðist orðinn nýr leiðtogi Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ef ram fer sem horfir leiðir Guðlaugur annan lista flokksins í borginni í Alþingiskosningunum í vor. Geir Haarde, flokksformaður, leiðir hinn, en Björn Bjarnason lendir í þriðja sæti í prófkjörinu, sem lauk í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn eignast væntanlega tvo nýja þingmenn í Reykjavík í vor og Háskólinn í Reykjavík missir einn rektor. Rúmlega 10 þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu.

Pétur Blöndal hefur náð 6. sætinu og Ásta Möller er því í 7. sæti. Nú munar 20 atkvæðum á þeim í 6. sætið. Reiknað er með að lokaniðurstöður liggi fyrir eftir röska klukkustund.

1 Geir H. Haarde 8.086

2 Guðlaugur Þór Þórðarson 6.929

3 Björn Bjarnason 5.858

4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 6.833

5 Illugi Gunnarsson 6.793

6 Pétur H. Blöndal 6.748

7 Ásta Möller 6.345

8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.522

9 Birgir Ármannsson 6.465

10 Sigríður Andersen 5.237

11 Dögg Pálsdóttir 4.960

12 Grazyna M. Okuniewska 2.885

13 Kolbrún Baldursdóttir

14 Vernharð Guðnason

15 Þorbergur Aðalsteinsson

16 Jóhann Páll Símonarson

17 Vilborg G. Hansen

18 Steinn Kárason

19 Marvin Ívarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×