Geir og Guðlaugur leiða listana 29. október 2006 02:30 Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað." Innlent Stj.mál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað."
Innlent Stj.mál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira