Innlent

Spá áframhaldandi vexti á Norðurlöndunum

Verg þjóðarframleiðsla á Norðulöndum eykst um 3,4 prósent á þessu ári og þrjú prósent á árinu 2007 sem er meira en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra norrænu ríkjanna sem haldinn var í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn sem hófst í dag.

Í frétt frá norrænu ráðherranefndinni kemur enn fremur fram að spár gera ráð fyrir að hagvöxtur á Norðurlöndum verði meiri en á evrusvæðinu í ár og á næsta ári. Ráðherrarnir rædddu enn fremur þann skort á vinnuafli sem einkennt hefur sumar atvinnugreinar í löndunum. Á þetta sérstaklega við Danmörku, Noreg og Ísland en á sama tíma eykst atvinnuleysi mikið í Svíþjóð og þá glíma Finnar einnig við atvinnuleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×