Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana 31. október 2006 19:15 Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira