Slökkviliðið á Akureyri var kvatt inn í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi þar sem eldur logaði í stórri hrúgu af sinu, sem þar hafði verið safnað saman til förgunar síðar.
Engin hús voru í hættu en það tók slökkviliðið hátt í fimm klukkustundir að slökkva endanlega í glæðum. Brennuvargurinn er ófundinn.