Innlent

Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs

MYND/NFS

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins.

Stofnunin réðst í úttektina að beiðni fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og var hún beðin um að svara þremur spurningum: Í fyrsta lagi hvort líklegt væri að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefndi niður fyrir áskilin hlutföll í fyrirsjáanlegri framtíð, í öðru lagi hvort slíkt ástand yrði varanlegt eða tímabundið ef rétt reyndist og í þriðja lagi hvort líkur væru á að reyna myndi á ríkisábyrgð vegna skuldbindinga sjóðsins.

Ríkisendurskoðun naut aðstoðar innlendra sérfræðinga við verkefnið og eftir að hafa reiknað út áhrif ýmissa breytinga á forsendum fyrir rekstri Íbúðalánasjóðs komst stofnunin að því að ofangreindri niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×