Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum 1. nóvember 2006 12:45 Seðlabanki Ísland MYND/Vísir Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta. Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta.
Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira