Innlent

Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að með samstarfsvettvangnum eigi að móta sameiginlega stefnu stjórnvalda og atvinnulífs um aðferðir við opinber innkaup sem styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun á Íslandi.

Aðilarnir munu skipa framkvæmdanefnd sem hefur yfirumsjón með starfi og verkefnum sem unnið verður að á vegum samstarfsvettvangsins. Eru samkomulagsaðilar sammála um að á grunni stefnu Vísinda- og tækniráðs verði efnt til breiðrar samvinnu allra aðila um að skilgreina þann árangur, forsendur og áhersluverkefni sem þarf að vinna að á slíkum samstarfsvettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×