Innlent

Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

MYND/NFS

Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.

Auk þeirra gefa Adolf H. Berndsen, Ásdís Guðmundsdóttir, Bergþór Ólason, Birna Lárusdóttir, Borgar Þór Einarsson, Eygló Kristjánsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Hjörtur Árnason, Borgarnesi, Jakob Falur Garðarsson, Óðinn Gestsson, Sunna Gestsdóttir, Örvar Már Marteinsson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir kost á sér. Uppstilling á listann er í höndum kjörnefndar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis. Nefndin kemur saman þann 11. nóvember og er vonast til að listinn liggi fyrir fljótlega eftir það og verður hann í kjölfarið lagður fyrir fund kjördæmisráðs til formlegrar samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×