Kosið um fleira en þingsæti 3. nóvember 2006 10:53 Michael J Fox hvetur til að stofnfrumrannsóknir verði leyfðar Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa. Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Kosið verður 208 aukamál samhliða þingkosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kjósendur fá þannig tækifæri til að hafa áhrif á fjölda lagasetninga sem varða allt frá skilgreiningu á hjónabandi til dúfnaveiða. Mál sem varða ráðstöfun á almannafé eru þó langsamlega algengust. Skattarnir Í flestum fylkjum fá kjósendur tækifæri til að hafa áhrif á ýmis mál sem varða þeirra sameiginlegu sjóði. Í Kaliforníu er til að mynda spurt hvort auka eigi skatta á selda sígarettupakka og hvort hækka eigi álögur á olíufélögin. Miklir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir tóbaksfyrirtækin og olíufélögin en líka fyrir þá sem eiga að njóta teknanna. Aukatekjurnar af sígarettuskattinum eiga að fara í heilbrigðiskerfið og af olíuskattinum í þróun framtíðarorkugjafa. Eins og stendur eru jafn margir með og á móti sígarettuskattinum en ívið fleiri á móti olíuskattinum þrátt fyrir að Bill Clinton, Al Gore, Julia Roberts og fleiri frægir hafi gert sitt besta til að sannfæra kjósendur um ágæti hans. "Ríkið mun ekki leysa vandamál okkar, ríkið er vandamálið" sagði Kaliforníubúinn Ronald Reagan og endurspeglar vantrú hans á mikilvægi ríkisvaldsins að líkindum skoðun margra kjósenda. Peningarnir í buddunni Önnur skattaleg mál sem gjarnan er kosið um tengjast nýjum lánveitingum til að fjármagna ákveðin verkefni eða málaflokka eins og til dæmis menntun eða vegaframkvæmdir. Takmörkun á valdi stjórnvalda til að taka land eignarnámi er á kjörseðlum margra fylkja svo og hvort veita skuli eða afturkalla skattafslætti ýmissa atvinnugreina eða hópa. Þá er í sex fylkjum spurt hvort hækka eigi lágmarkslaun. Réttindi samkynhneigðraTuttugu fylki hafa þegar samþykkt bann við hjónaböndum samkynhneigðra og er málið á dagskrá í átta fylkjum til viðbótar nú. Í tveimur fylkjum, Suður-Dakóta og Wisconsin, er óvíst hvernig atkvæðagreiðslan fer. Það þykir teljast til tíðinda vegna þess að annars staðar hefur slíkt bann verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í Colorado er útlit fyrir að hjónabandið verði skilgreint sem eining karls og konu en á atkvæðaseðlinum verður líka tillaga um að veita samkynhneigðum pörum lagaleg réttindi sem fylgja skráðri sambúð. Stofnfrumurannsóknir Stofnfrumurannsóknir hafa fengið mikla athygli út á sjónvarpsauglýsingar leikarans Michaels J. Fox en það er einungis í Missouri sem þær eru á dagskrá. Þar er tillaga sem styður framgang stofnfrumurannsókna og aðgang íbúa að læknismeðferðum þeim tengdum. Fox hvetur kjósendur til að styðja Claire McCaskill frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar vegna stuðnings hennar við stofnfrumurannsóknir. Óljóst er hvort það muni gagnast henni. Fóstureyðingar og reykingarKjósendur í Suður-Dakóta fá tækifæri til að afturkalla bann við öllum fóstureyðingum sem fylkisþingið samþykkti í febrúar. Í tveimur fylkjum er kosið um hvort skylda beri heilbrigðisstarfsmennt til að upplýsa foreldra um fóstureyðinga stúlkna undir lögaldri. Íbúar þriggja fylkja fá tækifæri til að banna reykingar á opinberum stöðum og í Nevada er spurt hvort lögleiða eigi hófsamar maríjúanareykingar. Beint lýðræði á skáAlls konar athyglisverð mál eru á kjörseðlum margra fylkja, og slær Arizona metið með nítján tillögum. Þar er meðal annars spurt um tillögu til að auka kosningaþátttöku með því að draga út einn heppinn kjósenda á tveggja ára fresti og gefa honum milljón dollara. Í Massachusetts er spurt hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og í Oklahoma hvort banna eigi áfengissölu á kjördag. Eitt helsta deilumál í Michigan síðari ár er nú sett í hendur kjósenda, sem fá að ákveða hvort banna skuli dúfnaveiðar að nýju. Bandarískir kjósendur eiga þess kost að hafa áhrif á fjölmörg hagsmunamál innan fylkja, sveita og bæja en þegar kemur að alríkismálum er leiðin lengri að lýðræðinu og verða þeir þar að treysta á kjörna fulltrúa.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira