Innlent

Gjald í Framkvæmdasjóð aldraða hækki um tæp fjögur prósent

MYND/KK

Heibrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra úr 6.075 krónum í 6.314. Hækkunin nemur um fjórum prósentum og segir í athugasemdum með frumvarpinu að hún sé vegna verðlagsbreytinga á tímabilinu desember 2004 til desember í fyrra, en þá hafi byggingarvísitalan hækkað um tæp fjögur prósent. Gjald í framkvæmdasjóðinn greiða þeir sem greiða jafnframt tekjuskatt og eignarskatt og gert er ráð fyrir að tekjur sjóðsins hækki um rúmar 60 milljónir á árinu 2007 með hækkuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×