Innlent

Kynnir uppbyggingu hjúkrunarrýma eftir kjördæmisþing

MYND/Hari

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnir á morgun uppbyggingu hjúkrunarrýma á næstu fjórum árum á blaðamannafundi í Félagsheimili Seltjarnarness klukkan 14. Fyrr um daginn heldur Framsóknarflokkurinn aukakjördæmisþing á sama stað þar sem líklegt er að framsóknarmenn stilli Siv upp til forystu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Ákvörðun um fjölgun hjúkrunarrýma er tekin í framhaldi af niðurstöðu nefndar stjórnvalda og fulltrúa Landssambands eldri borgara og koma rýmin til viðbótar þeim sem þegar hefur verið ákveðið að byggja. Ráðherra hefur lagt fram frumvarp um hækkun gjalda í Framkvæmdasjóð aldraðra um fjögur prósent en hann greinir frá því á morgun um hve mörg rými er að ræða og í hvaða sveitarfélögum þeim verður fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×