Biðlistar eftir hjúkrunarplássum nánast hverfa 2010 4. nóvember 2006 12:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag að 174 ný hjúkrunarrými yrðu byggð á næstu fjórum árum - til viðbótar við þau 200 sem á að byggja í Reykjavík. "Við röðum þessum rýmum upp eftir þörfinni," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn eða sextíu og fimm prósent fara á höfuðborgarsvæðið, 44 í Kópavog á nýtt hjúkrunarheimili í Þingahverfi við Elliðavatn, 20 í Mosfellsbæ - en í dag er ekkert hjúkrunarrými í Mosfellsbæ - 30 fara í Hafnarfjörð og 20 í Garðabæ. Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi fær 20 rými, 30 fara í Reykjanesbæ og 10 í Ísafjarðarbæ. Siv segir að líklega takist að eyða biðlistum með þessari uppbyggingu. Á sama tíma boðar ráðherra breyttar áherslur í öldrunarþjónustu og vilja sjá lægra hlutfall aldraðra inni á stofnunum en nú eru um 9%prósent 65 ára og eldri inni á stofnunum hér sem er allt að þrisvar sinnum fleiri en í Danmörku. Um leið verður heimahjúkrun aukin svo fólk geti búið lengur heima hjá sér. Og allt kostar þetta peninga. "Þetta er um 1,3 milljarðar sem við tökum á fjárlögum á næstu árum, þá kemur fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hluti kemur frá sveitarfélögunum. Þannig að byggingarkostnaður á rýmunum eru rúmir 3 milljarðar." Við þetta bætist rekstrarkostnaður en um fimm milljónir kosta á ári að reka hvert hjúkrunarpláss. Og til að fólk geti verið lengur heima verða framlög til heimahjúkrunar hækkuð úr 540 milljónum í 1,4 milljarða á næstu þremur árum. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum nánast hverfa þegar þau 174 pláss sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag verða tekin í notkun. Biðlistar hafa á undanförnum sex mánuðum styst um 20%. Heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag að 174 ný hjúkrunarrými yrðu byggð á næstu fjórum árum - til viðbótar við þau 200 sem á að byggja í Reykjavík. "Við röðum þessum rýmum upp eftir þörfinni," segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn eða sextíu og fimm prósent fara á höfuðborgarsvæðið, 44 í Kópavog á nýtt hjúkrunarheimili í Þingahverfi við Elliðavatn, 20 í Mosfellsbæ - en í dag er ekkert hjúkrunarrými í Mosfellsbæ - 30 fara í Hafnarfjörð og 20 í Garðabæ. Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi fær 20 rými, 30 fara í Reykjanesbæ og 10 í Ísafjarðarbæ. Siv segir að líklega takist að eyða biðlistum með þessari uppbyggingu. Á sama tíma boðar ráðherra breyttar áherslur í öldrunarþjónustu og vilja sjá lægra hlutfall aldraðra inni á stofnunum en nú eru um 9%prósent 65 ára og eldri inni á stofnunum hér sem er allt að þrisvar sinnum fleiri en í Danmörku. Um leið verður heimahjúkrun aukin svo fólk geti búið lengur heima hjá sér. Og allt kostar þetta peninga. "Þetta er um 1,3 milljarðar sem við tökum á fjárlögum á næstu árum, þá kemur fjármagn úr Framkvæmdasjóði aldraðra og hluti kemur frá sveitarfélögunum. Þannig að byggingarkostnaður á rýmunum eru rúmir 3 milljarðar." Við þetta bætist rekstrarkostnaður en um fimm milljónir kosta á ári að reka hvert hjúkrunarpláss. Og til að fólk geti verið lengur heima verða framlög til heimahjúkrunar hækkuð úr 540 milljónum í 1,4 milljarða á næstu þremur árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira