Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi 6. nóvember 2006 14:10 MYND/GVA Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira