Innlent

Búið að telja 78% atkvæða

Frambjóðendur ræða við Jóhönnu Vígdísi Arnardóttur, fréttamann.
Frambjóðendur ræða við Jóhönnu Vígdísi Arnardóttur, fréttamann. MYND/Vísir

 

Nú er búið að telja tæp 78% atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi eða 4.000 atkvæði af 5.146. Lúðvíki Bergvinssyni vantar þrettán atkvæði til að ná Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ragnheiður er með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 1.190 atkvæði í 1.-2. sætið. Þrjátíu og sjö atkvæðum munar á þeim Róberti Marshall og Lúðvíki í þriðja sætið. Róbert er með 1.527 atkvæði í 1.-3. sætið en Lúðvík er með 1.490 atkvæði í 1. - 3. sætið. Björgvin er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu.

Þegar búið er að telja 4.000 atkvæði er staðan þessi: Björgvin er með 1.325 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 1.203 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti með 1.527 atkvæði í 1.-3. sætið. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti með 1.811 í 1.-4. sætið og Jón Gunnarsson er í 5. sæti með 1.516 atkvæði í 1.-5. sætið. Guðrún Erlingsdóttir er í 6. sæti. Jenný Þórkalta Magnúsdóttir er í 7. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×