Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum 6. nóvember 2006 21:44 Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira
Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi Sjá meira