Innlent

Hugsanlegt að gamli lækurinn verði opnaður á ný

MYND/Valgarður

Hugsanlegt er að opnað verði á nýjan leik fyrir gamla lækin í Lækjargötu en tillaga þar að lútandi verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag.

Tillagan er á vegum meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og segir á bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hann muni mæla fyrir því að kannaðir verði kostir þess og gallar að opna lækinn aftur frá norðurenda Tjarnarinnar og niður að höfn.

Segir Björn Ingi á bloggsíðunni að margir hafi bent á að skemmtilegt væri að opna lækinn á nýjan leik og fá þá aftur hina gömlu götumynd miðborgar Reykjavíkur. Slíkt hafi verið gert víða erlendis með góðum árangri þar sem lækir og síki séu órjúfanlegur hluti af borgarmynd margra þekktustu borga í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×