Fótbolti

Stuttgart á toppinn

NordicPhotos/GettyImages

Stuttgart skellti sér í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Hannover 2-1 á útivelli, eftir að hafa lent undir 1-0. Þetta er í fyrsta sinn í meira en tvö ár sem Stuttgart nær á toppinn í deildinni.

Jan Rosenthal kom Hannover yfir eftir aðeins 13 mínútur, en Thomas Hitzlsperger jafnaði á 49. mínútu eftir fyrirgjöf frá Cacau. Það var síðan Cacau sjálfur sem innsiglaði sigur Stuttgart aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Einn annar leikur var á dagskrá í dag þar sem Aachen krækti í annað stigið gegn Nurnberg í 1-1 jafntefli og kom þar með í veg fyrir fyrsta sigur Nurnberg síðan í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×