Tilboði tekið í Qantas 14. desember 2006 09:33 Ein af vélum Qantas. Mynd/AFP Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum. Stjórn Qantas, sem hafði áður hafnað tilboðinu, mælti hins vegar með því að hluthafar flugfélagsins tækju því í gær. Yfirtökutilboðið hefur allt frá því það var upphaflega lagt fram snert streng í brjóstum Ástrala sem hafa gert kröfu um að flugfélagið verði áfram í meirihlutaeigu landsmanna og biðluðu þeir til John Howards, forsætisráðherra Ástralíu, að hann beitti sér gegn sölunni. Samkvæmt áströlskum fyrirtækjareglum mega erlendir fjárfestar ekki eiga meira en 49 prósent í Qantas samanlagt. Eignarhlutur hvers fjárfestis, sem búsettur er erlendis, má hins vegar ekki fara yfir fjórðung í félaginu. Fjármálayfirvöld í Ástralíu eiga enn sem komið er eftir að gefa samþykki sitt fyrir kaupunum auk þess sem hluthafar Qantas munu kjósa um það á næstunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira