Félagsþjónusta auðmanna 24. janúar 2007 05:30 Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist. Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Vinur Aurasálarinnar er mjög ánægður með þjónustu bankanna og þá sérstaklega félagsþjónustu þeirra. Þeir hafa raunar séð honum algjörlega fyrir félagslífi síðustu árin, eða alveg síðan hann hætti að borga yfirdrátt og byrjaði að innheimta vexti af innlánum sínum, fékk Platínumkort og byrjaði að sýsla með verðbréf. En það eru ekki bara bankarnir sem bjóða upp á félagslíf því auðmennirnir eru líka duglegir við að bjóða hver öðrum í veglegar veislur, gjarnan fyrir milligöngu almenningshlutafélaga sem þeir eru í forsvari fyrir. Nú síðast var vini Aurasálarinnar boðið í afmæli hjá framsóknarmanni. Sú var tíðin að framsóknarmenn létu sér nægja að bjóða upp á nokkrar brennivínsflöskur á ráðherraverði og fengu Geirmund Valtýsson til að taka nokkra slagara. En það er liðin tíð. Nú getur hin nýja kynslóð framsóknarmanna boðið mönnum upp á ógleymanlegar veislur. Einn auðmaður bauð um daginn upp á emúaegg í forrétt, kengúrukjöt í aðalrétt (kengúrurnar voru fluttar lifandi til landsins með einkaþotu auðmannsins) og ekvadórskt eðalsúkkulaði í eftirrétt, borið fram á bráðnu gullbeði. Annar, ekki minni auðmaður, bauð í einni veislu upp á smjörsteikta fálkavængi í forrétt, kryddlegin ljónshjörtu í aðalrétt og Antarktíku-vanilluís í eftirrétt, en ísinn var kældur með sérinnfluttri ísbreiðu úr Weddelhafi. Auðmaðurinn sem vinur Aurasálarinnar fór í afmæli til um helgina var ákaflega rausnalegur á afmælisdaginn. Hann gaf milljarð til góðgerðarmála – og meira að segja Aurasálin á erfitt með að pirrast út í það. Sá hinn sami sannaði hins vegar að allur heimsins peningur getur ekki keypt góðan smekk á tónlist.
Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira