Illugi settur út í horn Árni Páll Árnason skrifar 17. febrúar 2007 00:01 Undanfarnar vikur hef ég bent hér á tvískinnung og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum. Ég hef bent á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar skýrði hann að þegar hann fitjar upp á að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju er hann að túlka sínar eigin prívatskoðanir. Hann staðfesti að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur enga stefnu um raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir ríkisaðstoð af þessum toga til stóriðjuuppbyggingar. Einnig virðist Illugi ekki vilja tjá sig um þann vanda sem felst í ótakmörkuðum aðgangi opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Sú aðstaða felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Eins og niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum væri ekki næg lýsti svo Geir H. Haarde því yfir í Silfri Egils að Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson væru vonarsprotar íhaldsins í umhverfismálum. Bittinú. Sama dag og Morgunblaðið krýnir Illuga sem hugmyndafræðing flokksins í umhverfismálum, setur formaðurinn hann í handlangarasæti hjá Guðlaugi Þór, stjórnarformanni Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór hefur hins vegar enga umhverfisstefnu sett fram, aðra en hina sovéskættuðu stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu viku spurði ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa a.m.k. tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir höfuðkommissar Orkuveitunnar, Guðlaug Þór. Mér datt nú samt ekki í hug að Geir H. Haarde myndi fara að ómaka sig í sjónvarpssal til þess eins að svara þeirri spurningu játandi með jafn skýrum og ótvíræðum hætti og honum tókst í Silfrinu á sunnudag. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég bent hér á tvískinnung og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum. Ég hef bent á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar skýrði hann að þegar hann fitjar upp á að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju er hann að túlka sínar eigin prívatskoðanir. Hann staðfesti að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur enga stefnu um raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir ríkisaðstoð af þessum toga til stóriðjuuppbyggingar. Einnig virðist Illugi ekki vilja tjá sig um þann vanda sem felst í ótakmörkuðum aðgangi opinberra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkisábyrgð. Sú aðstaða felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Eins og niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum væri ekki næg lýsti svo Geir H. Haarde því yfir í Silfri Egils að Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson væru vonarsprotar íhaldsins í umhverfismálum. Bittinú. Sama dag og Morgunblaðið krýnir Illuga sem hugmyndafræðing flokksins í umhverfismálum, setur formaðurinn hann í handlangarasæti hjá Guðlaugi Þór, stjórnarformanni Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór hefur hins vegar enga umhverfisstefnu sett fram, aðra en hina sovéskættuðu stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu viku spurði ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa a.m.k. tvær stefnur í orkumálum - eina fyrir Illuga og aðra fyrir höfuðkommissar Orkuveitunnar, Guðlaug Þór. Mér datt nú samt ekki í hug að Geir H. Haarde myndi fara að ómaka sig í sjónvarpssal til þess eins að svara þeirri spurningu játandi með jafn skýrum og ótvíræðum hætti og honum tókst í Silfrinu á sunnudag. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar