Er Framsókn korktappinn í hafinu? Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2007 05:00 Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar