Er Framsókn korktappinn í hafinu? Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2007 05:00 Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hvort hægt sé að segja hvað sem er í stjórnmálaumræðunni, án þess að það hafi nokkra þýðingu. Í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, á föstudag sagði hann stjórnarandstöðuna ætla að efna til eyðsluveislu á kostnað almennings og hún stefndi að því að rústa ríkissjóð á mettíma. Engin rök voru færð fram fyrir þessari fullyrðingu. Það er Framsóknarflokkurinn sem lofar nú milljónatugum og hundruðum á báðar hendur, ekki Samfylkingin. Jón Sigurðsson er of merkilegur maður til að færa stjórnmálaumræðuna niður á þetta plan. Mesta athygli vekur samt falsettudúett Sivjar Friðleifsdóttur og Jóns. Siv setti fram hótun í garð samstarfsflokksins um stjórnarslit ef ekki yrði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Jón hefur síðan verið óþreytandi að halda því fram að Siv hafi sagt eitthvað allt annað en hún sagði. Siv sagði að „ef að við náum ekki að klára það, að þá geti það haft áhrif á þetta ágæta stjórnarsamstarf, að það geti trosnað verulega þannig að við ef til vill sjáum hér þá einhvers konar minni hlutastjórn eða starfsstjórn fram að kosningum“. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag. Það er Framsóknarflokknum til minnkunar að spila út stórum yfirlýsingum og vera svo kominn á harðahlaup frá þeim hálfum sólarhring seinna. Þetta flokksþing bendir til að nú eigi að vinna kosningar út á lýðskrum og yfirboð. Skyndilega á að snúa til baka með framkvæmd þjóðlendulaga, þótt flokkurinn hafi haft til þess öll tækifæri árum saman. Síðan er daðrað við afnám verðtryggingar, sem allir vita að verður ekki hrint í framkvæmd á meðan við notumst við krónuna. Einu sinni vann Framsókn kosningar út á að vera kletturinn í hafinu, táknmynd stöðugleika, raunsæis og yfirvegunar. Þetta flokksþing bendir til að Framsókn ætli sér það hlutskipti að verða korktappinn í hafinu. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þessi orð eru hótun um stjórnarslit en ekki lýsing á alvöru málsins eða áhyggjum af málinu eða lýsing á einurð framsóknarmanna, eins og Jón Sigurðsson sagði í Silfri Egils á sunnudag.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun