Frændgarður í Færeyjum 13. júní 2007 06:00 Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ég hef setið sveittur við það þessa vikuna að skrá hvert einasta andskotans snitti í allri ættinni fyrir hlut í Færeyjabankanum. Meira segja þeir sem eru óstaðsettir í hús samkvæmt þjóðskrá ætla að kaupa. Þetta verður fínt, en þeir í Lansanum hafa ekki verið að auðvelda manni lífið við þetta. Krafan um að menn eigi vörslureikning hjá þeim fyrir rafrænu viðskiptin var algjörlega fáránleg og kostaði þvílíka aukavinnu fyrir greiðvikna menn eins og mig sem eru að kaupa fyrir heilu ættirnar. Jæja, allavega á maður von á því að gengið á þessu hækki og ekki ólíklegt að kjölfestan í bankanum myndist fljótt. Kæmi mér ekki á óvart að einhverjir mógúlar með vörslureikning í Landsbankanum yrðu fljótir að koma sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss um að Færeyingar muni eiga bankann lengi í viðbót. Nema svona kallar eins og Jákúp í Rúmfatalagernum og einhverjir slíkir sem hafa grætt pening í útlöndum láti til sín taka. Jæja, þá græðir maður bara á því eins og því að hafa keypt áfram í Actavis. Það kemur pottþétt hærra tilboð frá Bjögga í bréfin. Ég held að þetta sé leikrit þar sem löngu er búið að skrifa handritið. Bjöggi mun svo sennilega skuldsetja félagið hraustlega og selja það síðan með góðum hagnaði. Hann er fjandi glúrinn strákurinn, en hlutverk manna eins og mín er að vera glúrnir líka og græða á því þegar þeir stóru leika leikina sína. Þannig virkar maður eins og verndarhjúpur fyrir litlu hluthafana, sem er hlutverk sem fellur vel að minni manngerð. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira