Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist 4. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar. Dominos-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira