Viljum hafa sem flesta KR-inga úti 18. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon lék síðast með KR veturinn 2001-02. MYND/Hilmar þór Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson eru hvorugur komnir með lið erlendis og hafa báðir sagt það að þeir spili með KR í vetur ef ekkert breytist í þeim efnum. Þjálfara Íslandsmeistara KR er alveg rólegur yfir þróun mála og hann er að gera sitt í að hjálpa strákunum til þess að komast út. „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Það er alveg vitað að þeir verða í KR ef þeir verða hérna heima. Þeir eru ekki búnir að afskrifa það að fara út og eru á fullu að leita," segir Benedikt Guðmundsson þjálfari KR-liðsins en á hans fyrsta tímabili með KR vann liðið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár á síðasta tímabili. Jakob Örn Sigurðarson lék síðast með KR veturinn 1999-2000 og varð þá Íslandsmeistari með liðinu.MYND/Hilmar þór Benedikt hefur ekki áhyggjur af miklum áhuga annarra íslenskra liða á strákunum. „Ég veit að Fjölnir og Snæfell eru búnir að bera víjunar Í Jakob og Sigurður Ingimundarson, Friðrik Ragnarsson og einhverjir til viðbótar eru búnir að heyra í Helga. Það eru menn sem vilja fá þá í önnur lið en þetta eru bara það miklir KR-ingar að þeir spila hvergi annarsstaðar en hérna. Þeir hafa margsagt það sjálfir að þeir séu ekki að gefa færi á sér annarsstaðar," segir Benedikt sem þjálfaði strákana í mörg ár þegar þeir voru yngri. „Ef við værum með alla KR-ingana í liðinu þá værum við með ansi sterkt lið. Okkar yngri flokka þjálfun hefur byggst á því að reyna að búa til leikmenn sem eru nógu góðir til þess að spila erlendis og við viljum hafa sem flesta þar," segir Benedikt en það er ekki öruggt að KR-ingar verði með þrjá erlenda leikmenn komi Helgi og Jakob. „Við endurskoðum útlendingamálin ef að þetta gerist en eins og staðan er núna þá er maður á fullu að hjálpa þeim að komast út. Ég er að koma Helga í samband við hina og þessa umboðsmenn. Þetta eru strákar sem vilja vera úti og eiga að vera úti. Auðvitað væri frábært fyrir KR að hafa þá hérna heima en það er líka mjög gott fyrir KR að eiga þessa atvinnumenn úti," segir Benedikt en hann segir veturinn hjá KR bjóða upp á góða möguleika. Benedikt Guðmundsson gerði KR að meisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. MYND/Hörður „Þótt að ég sem gamall þjálfari þeirra vill hafa þá úti og finnst að þeir eigi að vera úti þá tek ég vel á móti þeim ef þeir koma í KR. Þetta er varaplan hjá þeim en það hittir samt þannig á að það yrði ekkert slæmt fyrir þá að spila heima sérstaklega þar sem KR er að fara í Evrópukeppnina. Það yrði ljósið í myrkrinu að það eru spennandi hlutir að gerast hérna í KR. Þeir eru því í fínum málum. Helgi er sem dæmi með tilboð frá 3. deildarliði í Frakklandi en eins og hann metur þetta núna þá er fær hann meira út úr því að fara með KR í Evrópukeppni og taka þátt í þessum pakka með okkur í staðinn fyrir að spila þar fyrir lítinn pening," segir Benedikt. Benedikt ætlar að bíða með að breyta skipulagi vetrarins þangað til að það er pottþétt að þeir Helgi og Jakob verði í KR. „Ef að þeir koma hingað þá skoðum við það hvernig þetta verður, hvort að þeir verði með opinn samning eða hvernig sem það verður. Ég nenni bara ekki að velta því fyrir mér fyrr en þeir koma hingað og segjast ætla að vera með okkur. Þangað til höldum við bara ótrauðir áfram í því sem við erum búnir að vera að gera," sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira