Gott hjá Lúðvík Ögmundur Jónasson skrifar 10. september 2007 00:01 Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Sjá meira
Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar