Vonbrigði 21. september 2007 09:01 Nick Leeson. Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. Réttvísin dæmdi Leeson til sex ára fangelsisvistar vegna málsins. Hann skrifaði bók um málið innan fangelsisveggja og var hún kvikmynduð með skoska hjartaknúsarann Ewan McGregor í hlutverki Leeson árið 1999. Nick sagði margar konur vafalítið verða fyrir vonbrigðum á fundinum því hann væri fjarri því að vera jafn mikill sjarmör og McGregor.Konan spilar í lottóinuLeeson sat inni í fjögur og hálft ár af sex vegna brotanna. Þar á ofan hlaut hann sekt upp á milljónir punda. Leeson hefur í sig og á sem framkvæmdastjóri írska knattspyrnufélagsins Galway United og með því að ferðast um heiminn og flytja erindi um sögu sína innan bankaheimsins, ekki síst hjá Baringsbanka.Um forvarnarspjall er að ræða þar sem hann talar um hætturnar sem bankar í miklum vexti standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem grípa þarf til svo gjaldþrotasagan endurtaki sig ekki. Leeson sagðist mega eiga bankabók og lifa sem eðlilegustu lífi í kjölfar gjaldþrotsins. Hann stundar sömuleiðis verðbréfaviðskipti, en í mjög litlum mæli. Ekki stefnir hins vegar í að hann geti nokkru sinni greitt skuldina. „En konan mín spilar í lottóinu," sagði Nick Leeson. Markaðir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Nick Leeson hélt erindi á morgunverðarfundi á vegum Icebank og Háskólans í Reykjavík í gærmorgun. Leeson er þekktur fyrir það eitt að vera verðbréfamiðlarinn fyrrverandi sem setti Baringsbanka, viðskiptabanka Englandsdrottningar, á hausinn með harla vafasömum gjaldeyrisviðskiptum árið 1995. Leeson var eðlilega fullur eftirsjár enda gjaldþrotið eitt það stærsta í bankaheiminum. Réttvísin dæmdi Leeson til sex ára fangelsisvistar vegna málsins. Hann skrifaði bók um málið innan fangelsisveggja og var hún kvikmynduð með skoska hjartaknúsarann Ewan McGregor í hlutverki Leeson árið 1999. Nick sagði margar konur vafalítið verða fyrir vonbrigðum á fundinum því hann væri fjarri því að vera jafn mikill sjarmör og McGregor.Konan spilar í lottóinuLeeson sat inni í fjögur og hálft ár af sex vegna brotanna. Þar á ofan hlaut hann sekt upp á milljónir punda. Leeson hefur í sig og á sem framkvæmdastjóri írska knattspyrnufélagsins Galway United og með því að ferðast um heiminn og flytja erindi um sögu sína innan bankaheimsins, ekki síst hjá Baringsbanka.Um forvarnarspjall er að ræða þar sem hann talar um hætturnar sem bankar í miklum vexti standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem grípa þarf til svo gjaldþrotasagan endurtaki sig ekki. Leeson sagðist mega eiga bankabók og lifa sem eðlilegustu lífi í kjölfar gjaldþrotsins. Hann stundar sömuleiðis verðbréfaviðskipti, en í mjög litlum mæli. Ekki stefnir hins vegar í að hann geti nokkru sinni greitt skuldina. „En konan mín spilar í lottóinu," sagði Nick Leeson.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira