Erlent

Vilja láta kjósa í lávarðadeildina

Tillaga Tony Blairs, sem sést á þessari mynd, naut ekki fylgis þingmanna.
Tillaga Tony Blairs, sem sést á þessari mynd, naut ekki fylgis þingmanna. MYND/AP
Breskir þingmenn kusu um það í kvöld hvort að það ætti að kjósa í lávarðadeild breska þingsins. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Hingað til hafa sæti í deildinni erfst eða verið skipað í þau. Engu að síður er kosningin ekki bindandi en hún gefur til kynna hvað þingið mun leggja til þegar lávarðadeildin verður endurskipulögð síðar á árinu.

Lávarðadeildin þyrfti að samþykkja tillöguna líka til þess að hún yrði að lögum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var hlynntur því að kosið yrði í helming sæta og helmingur gengi í erfðir. Þeirri tillögu var hafnað. Kosningin einkenndist líka af því að menn úr öllum flokkum sögðu já við henni svo ljóst er að hún nýtur þverpólitísks stuðnings.

Búist er við því að lávarðadeildin hafni þessari tillögu fulltrúadeildar breska þingins og frekar samþykkja tillögu um að skipað verði í sæti þeirra. Það gætu liðið mörg ár þangað til breytingarnar á lávarðadeildinni ganga í gegn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×