Erlent

Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó handtekinn

MYND/AFP
Yfirmaður kjarnorkumála í Kongó hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi smyglað úrani úr landi. Stjórnandi stofnunarinnar, Fortunat Lumu, og aðstoðarmaður hans voru handteknir á þriðjudaginn var og hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglu síðan.

Mikið magn af úrani hefur horfið á undanförnum árum en ríkissaksóknar í Kongó hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur þar sem rannsókn á hvarfinu stendur enn yfir. Dagblað í Kongó heldur því fram að fleiri en 100 stangir af úrani hafi horfið frá stofnuninni. Engar sannannir hafa þó verið birtar.

Úran er hráefnið sem notað er þegar búa á til bæði rafmagn og kjarnorkuvopn. Kongó sá Bandaríkjamönnum fyrir hráefni í sprengjurnar tvær sem var varpað á Hiroshima og batt enda á síðari heimsstyrjöldina. Í þakkarskyni settu Bandaríkjamenn á fót kjarnorkustofnunina í Kongó. Hún inniheldur meðal annars kjarnaofn þar sem hægt er að auðga úran. Upp úr 1970 þótti þó ljóst að öryggi væri ábótavant hjá stofnunni þegar úran fór að hverfa. Einnig er viðhaldi ábótavant og ýmsir hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að umhverfisslys gæti átt sér stað ef eitthvað kemur upp á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×