Erlent

Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum

Mohammad Khatami, fyrrum forseti Írans, en Asgari starfaði fyrir hann.
Mohammad Khatami, fyrrum forseti Írans, en Asgari starfaði fyrir hann. MYND/AFP

Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag.

Maðurinn, sem heitir Ali Rez Asgari, hvarf í febrúar þegar hann var í heimsókn í Tyrklandi. Íranskir embættismenn hafa gefið í skyn að ísraelskar eða bandarískar hersveitir hafi rænt honum. Talsmaður Bandaríkjanna sagði hins vegar að Asgari væri að vinna með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Hann tók þó fram að það sem Asgari væri að segja þeim væri þeim þegar kunnugt um.

Asgari vann í írönsku stjórninni fram til ársins 2005 hjá fyrrum forseta Írans, Mohammad Khatami. Bakgrunnur hans gefur til kynna að hann hafi mikilvægar upplýsingar um hvernig skipulagi varnarmála Írans er háttað, hvernig þeir tengjast Hisbolla og hvaða vopnum Íran býr yfir. Íranar fullyrða að hann hafi ekkert haft að gera með kjarnorkuáætlun landsins og Bandaríkjamenn segja að ekki sé verið að spyrja Asgari um hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×