Erlent

Snaraði þrettán fílakálfum

Indverski spekingurinn Sri Chinmoy er enn í fullu fjöri þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur. Í vikunni brá hann sér til Taílands þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 13 fílakálfum á þremur dögum. Þótt hver þeirra væri hátt í fjögur hundruð kíló virtust lyfturnar ekki vefjast vitundarögn fyrir þessum öldungi sem er svo rammur að afli. Sri Chinmoy er Íslendingum að góðu kunnur. Hann kom til dæmis hingað til lands á níunda áratugnum og lyfti þá Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, hátt í loft án þess að svitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×