Erlent

Spánverjar minnast hryðjuverka

Á myndinni má sjá minnisvarðann. Undir honum er gat í jörðinni og getur fólk þar séð kveðjurnar sem skrifaðar eru innan í turninn.
Á myndinni má sjá minnisvarðann. Undir honum er gat í jörðinni og getur fólk þar séð kveðjurnar sem skrifaðar eru innan í turninn. MYND/AFP
Spánverjar minnast nú þess að þrjú ár eru liðin frá því að sprengjuárásir voru gerðar á lestarkerfi landsins en 191 lést í árásunum. 11 metra hár minnisvarði úr gleri var afhjúpaður í því tilefni en innan í hann eru áritaðar samúðaróskir og saknaðarkveðjur sem skrifaðar voru í kjölfar árásanna.

Konungur Spánar, Juan Carlos, drottningin Sofia og forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero voru öll viðstödd minningarathöfn við minnismerkið í dag. Þriggja mínútna þögn var við athöfnina.

Fleiri en 1.700 manns slösuðust í árásunum sem rannsóknarmenn hafa sagt að hópur tengdur al-Kaída beri ábyrgð á. Réttarhöld yfir þeim hófust í síðasta mánuði en alls eru sakborningarnir 29 talsins. Búist er við því að réttarhöldin takin nokkra mánuði en hundruðir vitna og sérfræðinga lögreglu munu bera vitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×