Erlent

Komin aftur til Bretlands

MYND/AFP
Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra.

Um þrjá breska menn, eina bresk-ítalska konu og franska konu var að ræða. Þau hafa öll tengsl við samfélag breskra erindreka í höfuðborg Eþíópíu. Þeim var rænt af vopnuðum ræningjum á meðan þau voru á ferðalagi um norðausturhluta landsins. Átta Eþíópíumönnum var einnig rænt en þeir eru enn í haldi mannræningjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×