Erlent

Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. MYND/AFP
Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf.

Lögin sem samþykkt voru í dag marka tímamót í Kína. Þau eru í raun talin staðfesting á því að Kína sé að færast fjær sameignarkerfi kommúnismansog nær markaðshagkerfi kapitalismans. Miklar umræður urðu á meðal þingmanna um lögin en þrátt fyrir það greiddu 99.1% þeirra þeim atkvæði sitt.

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, lofaði því í ræðu á þinginu í dag að Kína auka hagvöxt í landinu. Hann sagði einnig að stjórnvöld myndu halda áfram að uppræta spillingu í stjórnkerfinu. Að lokum bætti hann því við að vesturveldin þyrftu ekki að óttast aukin hernaðarmátt Kínverja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×