Erlent

Óhóf í drykkju Íra

Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur.

Heilagur Patrekur, verndardýrlingur Írlands, lést þann sautjánda mars árið 493. Hanns hefur verið minnst þennan dag æ síðan. Grænur er klæðst á Írland, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu þennan dag, írskur matur snæddur og írskt öl drukkið, oft ótæpilega.

Ný úttekt evrópsku hagstofunnar, Eurobarometer, frá því fyrir helgi hefur því vakið athygli. Þar segir að tíundi hver Evrópusambandsbúi drekki ótæpilega þegar hann fái sér í glas, það er fái sér fimm glös eða fleiri í einu. Verstir eru Írarnir.

Martin Territt hjá Eurobarameter segir að einn af hverjum þremur Írum fari á fyllerí en annars staðar í Evrópu sé hlutfallið einn af hverjum fimm og aðeins 2 eða 3% á Ítalíu og í Portúgal.

Fionnuala Sheehan hjá írska áfengisvarnarráðinu segir gamla hefð fyrir óhófi á Írlandi og afstaða Íra til áfengis tvíbent. Það sé hluti af menningu þeirra að þegar Írar fari út að drekka hætti þeim til að drekka of mikið. Það komið því ekki á óvart að þessar drykkjuvenjur skuli vera eignaðar þeim.

Tilboð stórverslunarinnar Tesco hefur vakið sérstaka athygli og deilur í kjölfar þessarar niðurstöðu Eurbarometers. Tesco býður tvær kippur af bjór í kaupbæti ef tólf bjórar eru keyptir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×