Erlent

Fimm börn of mikið fyrir dagmömmu

Hvað ráða dagmömmur við mörg börn ?
Hvað ráða dagmömmur við mörg börn ? MYND/Heiða Helgudóttir

Fimmta hvert sveitarfélag í Danmörku heimilar dagmömmum að gæta fimm barna, og það er of mikið, að mati talsmanns jafnaðarmanna í félagsmálum. Ritza fréttastofan gerði könnun á þessu í öllu landinu og þar kom þessi barnafjöldi í ljós.

Sjötíu og fjögur prósent sveitarfélaga í Danmörku setja mörkin við fjögur börn og sex prósent leyfa aðeins þrjú börn fyrir hverja dagmóður. Það eru sveitarfélögin hvert um sig sem ákveða fjölda barnanna, en rætt er um að settar verði reglur um það á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×