Erlent

Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp

Unnusta Seans Bell yfirgefur dómshús í New York, þar sem lögreglumenn voru ákærðir fyrir manndrá.
Unnusta Seans Bell yfirgefur dómshús í New York, þar sem lögreglumenn voru ákærðir fyrir manndrá. MYND/AP

Tveir lögreluþjónar í New York hafa verið ákærðir fyrir manndráp og sá þriðji fyrir að stofna mannslífi í hættu, þegar þeir skutu óvopnaðan blökkumann til bana á brúðkaupsdag hans. Sean Bell fór í vasa sinn til þess að ná í skilríki, þegar lögreglumennirnir hófu skothríð. Þeir skutu alls fimmtíu skotum á Bell og félaga hans, sem særðist alvarlega.

Tveir aðrir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákæru um að hafa verið valdir að dauða Bells. Mikil reiðialda reis meðal blökkumanna í New York út af þessum atburðu og það kom til götumótmæla þar sem þess var krafist að lögreglumennirnir yrðu ákærðir fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×