Erlent

Hamas gerir árás

Hamas segjist munu halda áfram árásum á Ísrael.
Hamas segjist munu halda áfram árásum á Ísrael.

Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði að þetta væri hryðjuverkaárás og sýndi að hin nýja þjóðstjórn Palestínumanna, þar sem Hamas er í meirihluta, ætlaði ekki að verða við kröfum Vesturlanda um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og afneita ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×