Erlent

Þingmenn ætla að brjótast til valda

Einn af þingmönnunum sem var rekinn sést hér mótmæla brottrekstri sínum þann 13. mars síðastliðinn.
Einn af þingmönnunum sem var rekinn sést hér mótmæla brottrekstri sínum þann 13. mars síðastliðinn. MYND/AFP

Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins.

Alls rak Correa 57 þingmenn úr embætti en þeir hafa af öllum mætti reynt að koma í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Meirihluti almennings hefur þó staðið á bak við Correa þar sem þingmennirnir eru almennt álitnir spilltir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×